Ráðstafanir vegna COVID-19
30.03.2020
Til að bregðast við því ástandi sem skapast hefur vegna heimsfaraldursins Covid-19 munu FÉSTA bjóða þeim sem lenda í tímabundnum tekjumissi vegna aðstæðnanna aukinn greiðslufrest á 25% hluta af leiguverði fram til 30. júní, þ.e. af leigu í apríl og maí.
Eldri gjalddagar eru óbreyttir. Greiða þarf inn á húsaleigukröfuna að lágmarki 75%. Þeir sem kjósa þetta úrræði þurfa að hafa gert upp allar eftirstöðvar 30. júní 2020. Er það skilyrði fyrir endurúthlutun á haustmisseri 2020. Reglur um uppsögn á leigusamningi eru óbreyttar.