Klettastígur 6 er með þremur íbúðum og í hverri íbúð eru fjögur einstaklingsherbergi. Hver íbúð hefur að auki anddyri, eldhús, setustofu og tvö baðherbergi. Í setustofum er sjónvarp og sófi, og eldhúsin eru búin helstu áhöldum og tækjum. Hver tvö herbergi hafa sameiginlegan gang og baðherbergi. Í húsinu er sameiginlegt þvottahús og geymslurými fyrir hvert herbergi. Þá eru sorp- og hjólageymslur í útihúsi. Á Klettstíg 6B er herbergi og baðherbergi þar sem gert er ráð fyrir aðgengi fyrir einstaklinga með hreyfihamlanir.
- Samgöngur: Frá Klettastíg er um tíu mínútna gangur að háskólasvæðinu á Sólborg, og stutt í strætóstopp.
- Umhverfi: Skammt frá Klettastíg er leikskóli á vegum Akureyrarbæjar, grunnskóli, sundlaug, líkamsrækt og folf-völlur. Þaðan er stuttur gangur í miðbæ Akureyrar.
- Orka: Rafmagn og hiti eru á sameiginlegum mælum.
- Tæki og búnaður: Einstaklingsherbergin eru búin rúmi, skrifborði og gluggatjöldum. Þvottavélar og þurrkarar eru í sameiginlegu þvottahúsi. Notkun tækja er gjaldfrjáls.
- Úthlutunarreglur: Umsóknum er raðað í forgangsröð eftir úthlutunarreglum.
- Internet: Í öllum íbúðum FÉSTA er ljósleiðari frá Tengi. Þannig geta íbúar pantað sér internetþjónustu frá þeim þjónustuaðila sem hentar og greiða fyrir það sérstaklega. Í hverri álmu er eduroam þráðlausa netið aðgengilegt í eldhúsi og stofu.
- Viðskilnaður húsnæðis: Líkt og gengur og gerist á leigumarkaðnum eiga allir íbúar FÉSTA að skilja við leiguhúsnæði sitt á snyrtilegan hátt. Hér má nálgast gátlista fyrir viðskilnað herbergja.
- Umgengnisreglur: Íbúar eru hvattir til að kynna sér og fara eftir umgengnisreglum húsnæðis í eigu FÉSTA, sjá hér.
Verðlisti í janúar 2025* |
Stærð
|
Verð
|
+rafmagn og hiti (áætlað)**
|
Einstaklingsherbergi |
14 fm. 9 fm. sameign.
|
kr. 73.730,- |
kr. 78.000,- |
*Leiguverð er bundið við neysluvísitölu og breytist mánaðarlega samkvæmt henni
**Kostnaður vegna hita og rafmagns eru jafnar greiðslur, uppfært í ágúst ár hvert.
Ertu í síma? Smelltu hér fyrir myndir.