Framkvæmdasamkeppni í samstarfi við AÍ um hönnun á nýjum stúdentagörðum

FÉSTA í samstarfi við Arkitektafélag Íslands efnir til framkvæmdasamkeppni um hönnun á nýjum stúdentagörðum. Samkeppnissvæðið er innan háskólasvæðis Háskólans á Akureyri (HA), nánar tiltekið á austurjaðri þess og meðfram Dalsbraut. Meginmarkmið samkeppninnar er að fá tillögu sem gerir FÉSTA kleift að byggja bjartar og aðlaðandi íbúðir í góðu samræmi við húsnæðisþarfir nemenda HA. Áhersla er á vistvænt skipulag, vistvottaðar byggingar og blágrænar ofanvatnslausnir. Byggingar skulu falla vel að landslagi og endurspegla góða byggingarlist.

Allar nánari upplýsingar um keppnina má sjá á heimasíðu AÍ:

https://www.honnunarmidstod.is/ha-frettir/samkeppni-um-byggingu-studentagar%C3%B0a-fyrir-felagsstofnun

Nýjir námsgarðar