Karfan er tóm.
Á Akureyri þrífst fjölbreytt mannlíf. Þar er að finna alla þá þjónustu, menningu og afþreyingarkosti sem stærri staðir gætu verið stoltir af. Kannanir á viðhorfum íbúa sýna að þeir eru ánægðir með bæinn sinn, skólakerfið, nálægðina við náttúruna, veðurfarið og menningarlífið svo fátt eitt sé nefnt. Fyrir þá sem vilja mennta sig eru starfræktir fjöldi skóla í bænum svo sem verkmenntaskóli, menntaskóli, tónlistarskólar, myndlistarskóli og síðast en ekki síst háskóli.
Hér er tengill á vef Akureyrarbæjar með helstu upplýsingum fyrir þá sem flytja vilja til Akureyrar.
Þar finnur þú upplýsingar um heilsugæslu, innritun barna í skóla og leikskóla, flutningstilkynningar og
fleira sem getur komið að gagni.
Í Tröllagili er starfræktur leikskóli sem Akureyrarbær og FÉSTA standa að. Einnig eru leikskólar í göngufæri við Drekagil, Klettastíg og Kjalarsíðu.
Í næsta nágrenni við stúdentagarðana í Dreka-,Tröllagili og Kjalarsíðu eru reknir þrír grunnskólar allir í göngufæri frá görðunum. Einnig eru skólar í næsta nágrenni Útsteins og íbúða í Klettastíg.
Allir leigjendur FÉSTA, eiga rétt á húsaleigubótum, uppfylli þeir skilyrði þar um. Nánari upplýsingar á www.hms.is
Verslunarmiðstöðin Glerártorg er skammt frá háskólasvæðinu og ásamt Krambúð og verslunarkjarnanum Sunnuhlíð.
Strætisvagnaferðir eru ókeypis á Akureyri og eru garðarnir örskammt frá viðkomustöðvum vagnanna.