Útsteinn, Skarðshlíð 46

Skarðshlíð 46 - Útsteinn

Útsteinn er þriggja hæða hús. Þar eru sex íbúðir og 22 einstaklingsherbergi. Á jarðhæð eru þriggja herbergja íbúðir, þvottahús, geymslur og tómstundaherbergi. Efri hæðunum er skipt þannig að öðru megin í húsinu eru tveggja herbergja íbúðir og einstaklingsherbergi þar sem tvö herbergi deila eldhúsi og baðherbergi. Hinu megin eru einstaklingsherbergi þar sem tvö herbergi deila baðherbergi, með einu sameiginlegu eldhúsi. Á báðum efri hæðunum eru setustofur með sjónvarpi. 

 
  • Samgöngur: Frá Útsteini er um tíu mínútna gangur að háskólasvæðinu á Sólborg, stutt er í strætóstopp.
  • Umhverfi: Í næsta nágrenni er leikskóli, grunnskóli, íþróttasvæði og líkamsræktarstöð. Einnig er stutt í verslunarkjarnann Sunnuhlíð og Bónus.
  • Orka: Orkumælar eru á sameiginlegum mæli.
  • Tæki og búnaður: Kæliskápar, eldavélar og gluggatjöld eru í öllum íbúðunum og sameiginlegum eldhúsum. Einstaklingsherbergin eru búin rúmi, skrifborði og gluggatjöldum. Þvottavélar og þurrkarar eru í sameiginlegu þvottahúsi og notkun tækjanna er gjaldfrjáls. 
  • Úthlutunarreglur: Úthlutunarnefnd raðar umsóknum í forgangsröð eftir sérstökum úthlutunarreglum. Umsækjendur geta lagt fram óskir um hvar þeir óska helst að dveljast.
  • Internet: Í öllum íbúðum FÉSTA er ljósleiðari frá Tengir og því geta íbúar pantað sér internetþjónustu frá þeim þjónustuaðila sem hentar og greiða sérstaklega fyrir það. Í sameiginlegum rýmum á 2. hæð og 3. hæð (eldhús & setustofur) er eduroam þráðlausa netið.
  • Gæludýrahald: Í 3ja herbergja íbúðunum, sem eru með sér inngangi er heimilt að hafa gæludýr, að uppfylltum skilyrðum um dýrahald hjá Akureyrarbæ. 
  • Viðskilnaður húsnæðis: Líkt og gengur og gerist á leigumarkaðnum eiga allir íbúar FÉSTA að skilja við leiguhúsnæði sitt á snyrtilegan hátt. Hér má nálgast gátlista fyrir viðskilnað herbergja, og hér má nálgast gátlista fyrir viðskilnað íbúða. 
  • Umgengnisreglur: Íbúar eru hvattir til að kynna sér og fara eftir umgengnisreglum húsnæðis í eigu FÉSTA, sjá hér
Verðlisti í janúar 2025* Stærð Verð +rafmagn og hiti (áætlað)**
Einstaklingsherbergi 18 fm.  kr. 70.034,- kr. 76.000,-
Tveggja herbergja íbúð 44 fm. kr. 130.407,- kr. 139.000,-
Þriggja herbergja íbúð 80 fm.  kr. 169.596,- kr. 179.000,-

 

*Leiguverð er bundið við neysluvísitölu og breytist mánaðarlega samkvæmt henni

**Jafnar greiðslur yfir árið, uppfært í ágúst ár hvert.

Ertu í síma? Smelltu hér fyrir myndir.